A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
14.11.2008 - 21:40 | bb.is

Vísisbátur gerður út frá Þingeyri

Fiskvinnsla Vísis á Þingeyri.
Fiskvinnsla Vísis á Þingeyri.
Vel gengur í hráefnisöflun fyrir fiskvinnsluna Vísi á Þingeyri en línubáturinn Sighvatur GK er gerður út frá staðnum. „Það er mjög gott hljóð í okkur á Þingeyri enda gengur alveg glimrandi vel hjá okkur. Við erum með einn bát úr Vísisflotanum sem er að veiða fyrir okkur hér fyrir vestan og það hefur haldið okkur gangandi frá því að við opnuðum eftir vinnslustoppið", segir Viðar Friðgeirsson, rekstrarstjóri en eins og greint hefur verið frá var tilkynnt í vor að vinnsla myndi stöðvast vegna hráefnisskorts í fimm mánuði. Það fór nú ekki alveg svo illa en fiskvinnslan tók til starfa í lok september eftir þriggja og hálfsmánaða langa vinnslustöðvun.

Viðar segir fyrirtækið vera vel mannað en um 20 manns starfa hjá Vísi á Þingeyri sem er svipaður fjöldi og var hjá fyrirtækinu síðastliðið vor. Fyrirtækið rekur fjórar sérhæfðar fiskvinnslur; í Grindavík, á Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri. Síðastliðið vor tilkynnti fyrirtækið um fimm mánaða vinnslustopp að meðtöldu mánaðarlöngu sumarfríi í fiskvinnslum sínum á Húsavík og á Þingeyri frá 1. maí til 1. október. Í lok mars var vinnslustoppinu á Þingeyri frestað til 1. júní sem lengdist fram til júlí

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31