04.07.2012 - 09:01 | JÓH
Vinnukvöld á Söndum
Nú fer að líða að félagsmóti Hestamannafélagsins Storms á Söndum en það fer fram helgina 13. - 14.júlí. Síðastliðinn miðvikudag var vinnukvöld skipulagt vegna lagfæringar á mótsvæðinu og til stendur að endurtaka leikinn, enda að mörgu að huga. Þeir sem vilja hjálpa til eru hvattir til að mæta að Söndum kl. 18:00 í kvöld en meðal verkefna eru girðinga-, málninga- og smíðavinna. Einnig eru þeir sem geta og vilja starfa við mótið sjálft hvattir til að hafa samband við mótsnefnd. Nánari upplýsingar er að finna á heimsíðu Storms og á Facebook síðu þeirra.