20.05.2015 - 20:32 | bb.is,BIB
Vinnslan á Þingeyri fer vel af stað
Fiskvinnsla Íslensks sjávarfangs á Þingeyri hefur farið vel af stað að sögn Rúnars Björgvinssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
„Við byrjuðum 24. apríl. Vinna hefur reyndar fallið niður nokkra daga vegna verkfalls,“ segir hann. Fyrirtækið er fyrst og fremst að frysta fisk á Þingeyri. Hráefnið kemur af bátum á Þingeyri og annars staðar frá, auk þess sem fiskur er keyptur á mörkuðum. „Við erum með alla smábátana á Þingeyri í viðskiptum og einnig snurvoðabátinn Egil ÍS og svo líka bátana sem við höfum verið með viðskipti í vinnslunni í Kópavogi. Við munum einnig miðla hráefni milli Kópavogs og Þingeyrar,“ segir Rúnar.
Tuttugu og fimm manns starfa í vinnslunni í dag og Rúnar segir að unnið sé að því að fjölga þeim í 30. Ágætt útlit er með hráefnisöflun að hans sögn. „Við munum halda uppi fullri atvinnu allt árið fyrir utan einn sumarleyfismánuð á hverju sumri,“ segir hann. Íslenskt sjávargfang starfrækir vinnsluna á grundvelli samkomulags við Byggðastofnun. Samkomulagið kveður á um nýtingu á 400 þíg.tonnum af aflamarki Byggðastofnunar auk mótframlags Íslensks sj´ðavarfangs. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu til eins árs.
Íslenskt sjávarfang skuldbindur sig til að vinna úr a.m.k. 2.000 þorskígildistonnum á ári í fiskvinnslu félagsins á Þingeyri og veita að minnsta kosti 30 manns heilsársvinnu. Fyrirtækið festi nú í vetur kaup á eignum Vísis hf. á Þingeyri.
„Við byrjuðum 24. apríl. Vinna hefur reyndar fallið niður nokkra daga vegna verkfalls,“ segir hann. Fyrirtækið er fyrst og fremst að frysta fisk á Þingeyri. Hráefnið kemur af bátum á Þingeyri og annars staðar frá, auk þess sem fiskur er keyptur á mörkuðum. „Við erum með alla smábátana á Þingeyri í viðskiptum og einnig snurvoðabátinn Egil ÍS og svo líka bátana sem við höfum verið með viðskipti í vinnslunni í Kópavogi. Við munum einnig miðla hráefni milli Kópavogs og Þingeyrar,“ segir Rúnar.
Tuttugu og fimm manns starfa í vinnslunni í dag og Rúnar segir að unnið sé að því að fjölga þeim í 30. Ágætt útlit er með hráefnisöflun að hans sögn. „Við munum halda uppi fullri atvinnu allt árið fyrir utan einn sumarleyfismánuð á hverju sumri,“ segir hann. Íslenskt sjávargfang starfrækir vinnsluna á grundvelli samkomulags við Byggðastofnun. Samkomulagið kveður á um nýtingu á 400 þíg.tonnum af aflamarki Byggðastofnunar auk mótframlags Íslensks sj´ðavarfangs. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu til eins árs.
Íslenskt sjávarfang skuldbindur sig til að vinna úr a.m.k. 2.000 þorskígildistonnum á ári í fiskvinnslu félagsins á Þingeyri og veita að minnsta kosti 30 manns heilsársvinnu. Fyrirtækið festi nú í vetur kaup á eignum Vísis hf. á Þingeyri.