31.05.2017 - 07:00 | Fréttablaðið,Byggðastofnun,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið
Vilja samstarf um byggð á Þingeyri
Þingeyri við Dýrafjörð er meðal þeirra byggðarlaga sem skora hæst á mælikvörðum Byggðastofnunar vegna verkefnisins Brothættar byggðir.
Þetta kemur fram í bréfi til Ísafjarðarbæjar frá Byggðastofnun sem vill bæinn í samstarf um verkefni um Þingeyri. Sótt hafði verið um slíkt fyrir Þingeyri. „Samkvæmt áætlun ætti að vera svigrúm til að taka inn ný byggðarlög á seinni hluta ársins eða byrjun árs 2018,“ segir Byggðastofnun.
Meðal annars sé tekið tillit til lýðfræðilegra þátta, landfræðilegrar stöðu og stöðu í atvinnulífi.
Fréttablaðið 31. maí 2017.
Þetta kemur fram í bréfi til Ísafjarðarbæjar frá Byggðastofnun sem vill bæinn í samstarf um verkefni um Þingeyri. Sótt hafði verið um slíkt fyrir Þingeyri. „Samkvæmt áætlun ætti að vera svigrúm til að taka inn ný byggðarlög á seinni hluta ársins eða byrjun árs 2018,“ segir Byggðastofnun.
Meðal annars sé tekið tillit til lýðfræðilegra þátta, landfræðilegrar stöðu og stöðu í atvinnulífi.
Fréttablaðið 31. maí 2017.