A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
31.07.2017 - 17:17 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið,Lands­sam­band smá­báta­eig­enda

Vilja auka afla­heim­ild­ir í strand­veiðum

Þorvaldur við bryggju á Þingeyri fyrir áratugum. Um borð eru; skipstjórinn Guðmundur Valgeirsson, Ingvar og Höskuldur. Ljósm.: Halldór J. Egilsson/Bátasíða Dýrafjarðar sem er ný síða á Facebook.
Þorvaldur við bryggju á Þingeyri fyrir áratugum. Um borð eru; skipstjórinn Guðmundur Valgeirsson, Ingvar og Höskuldur. Ljósm.: Halldór J. Egilsson/Bátasíða Dýrafjarðar sem er ný síða á Facebook.

Stjórn Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda hef­ur farið þess á leit­ir við Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að aflaviðmiðun til strand­veiða verði hækkuð þannig ekki komi til stöðvun­ar veiða. 

„Strand­veiðar 2017 hafa ekki upp­fyllt þær vænt­ing­ar sem þátt­tak­end­ur gerðu til þeirra,“ seg­ir í álykt­un sem samþykkt var á fundi stjórn­ar LS fyr­ir helgi. „Þrátt fyr­ir að ell­efu pró­sent færri stundi veiðarn­ar í ár en í fyrra, fækk­un um 72 báta, og því meira sem kem­ur í hlut hvers og eins er afla­verðmæti nú fjórðungi lægra en í fyrra. Hrun fisk­verðs og ónæg­ar veiðiheim­ild­ir eru helstu or­saka­vald­arn­ir.“

Í álykt­un­inni bend­ir stjórn­in á að vegna vinnu­stöðvun­ar á fisk­veiðiár­inu verður þorskafli nokkuð und­ir því sem afla­regla ger­ir ráð fyr­ir að veitt verði, 244 þúsund tonn. „Sam­kvæmt töl­um Fiski­stofu var þorskafli á fisk­veiðiár­inu þann 21. júlí 212 þúsund tonn, sem er um 17 þúsund tonn­um minna en á sama tíma á fisk­veiðiár­inu 2015/​2016,“ seg­ir þar.

Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri LS, seg­ir ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að ráðherra hækki aflaviðmiðun­ina. „Þetta er ekk­ert sem skaðar þorsk­stofn­inn og það eru til næg­ar heim­ild­ir ráðherra til að gera þetta,“ seg­ir Örn.


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31