23.03.2011 - 12:38 | bb.is
Vilja áfram reka upplýsingamiðstöð
Handverkshópurinn Koltra hefur óskað eftir því að samningur hópsins og Ísafjarðarbæjar um rekstur upplýsinga- miðstöðvar á Þingeyri verði endurnýjaður. Koltra hefur rekið upplýsingamiðstöð á Þingeyri mörg undanfarin ár og hefur fengið fjárstyrk frá Ísafjarðarbæ til þess. Samningur Koltru við Ísafjarðarbæ rann út á síðasta ári og vill hópurinn að hann verði framlengdur með svipuðu sniði og verið hefur. Bæjarráð tók erindið fyrir á síðasta fundi og fól bæjarstjóra að afgreiða málið.