27.08.2015 - 10:52 | BIB,bb.is
Víkingahátíð í Haukadal
Laugardaginn, 5. september 2015, verður haldin Víkingahátíð í Haukadal í Dýrafirði og hefst hún kl. 14:00.
Þar verður ýmislegt víkingalegt sér til gaman gert, víkingar vinna að sínu handverki, eldsmiðir að störfum, boðið á hestbak, farið í gönguferð í fótspor Gísla Súrssonar og spákona lítur í framtíð gesta.
Félagar úr víkingafélaginu Rimmugýgur verða á svæðinu og sýna bardagalistir að hætti víkinga. Víkingatónlist ómar um allan dal og hátíðinni lýkur loks með hringdansi víkinga á öllum aldri um kl. 18:00
Haukadalur í Dýrafirði er dalur Gísla Súrssonar, eins mesta víkings sögunnar að mati Elfars Loga sem er einn aðal forsprakkinn fyrir þessari skemmtilegu fjölskylduskemmtun.
Það eru Gíslastaðir í Haukadal sem standa fyrir hátíðinni í samstarfi við víkinga í Dýrafirði, Menningarráð Vestfjarða og ýmis fyrirtæki.
Þar verður ýmislegt víkingalegt sér til gaman gert, víkingar vinna að sínu handverki, eldsmiðir að störfum, boðið á hestbak, farið í gönguferð í fótspor Gísla Súrssonar og spákona lítur í framtíð gesta.
Félagar úr víkingafélaginu Rimmugýgur verða á svæðinu og sýna bardagalistir að hætti víkinga. Víkingatónlist ómar um allan dal og hátíðinni lýkur loks með hringdansi víkinga á öllum aldri um kl. 18:00
Haukadalur í Dýrafirði er dalur Gísla Súrssonar, eins mesta víkings sögunnar að mati Elfars Loga sem er einn aðal forsprakkinn fyrir þessari skemmtilegu fjölskylduskemmtun.
Það eru Gíslastaðir í Haukadal sem standa fyrir hátíðinni í samstarfi við víkinga í Dýrafirði, Menningarráð Vestfjarða og ýmis fyrirtæki.