A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
11.02.2016 - 07:43 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Við þurfum nýja sýn gagnvart erlendum ferðamönnum

Við Dynjanda í Arnarfirði. Ljósm.: BIB
Við Dynjanda í Arnarfirði. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »

„Margt mælir með að við innheimtum aðgangseyri að Íslandi til að ráða við nauðsynlegar framkvæmdir, ásamt löggæslu- og eftirlitskostnaði.  Í honum ætti að vera innifalinn björgunarskattur sem færi til björgunar-og hjálparsveita, sem alltaf eru á vaktinni. Fimm þúsund krónur á hvern einasta erlenda ferðamann sem kemur gagngert til að njóta og skoða landið okkar er lágmark. Þá upphæð munu all flestir erlendir ferðalangar greiða með ánægju við komuna til landsins. Þeir munu skilja að við þurfum uppbyggingu og eftirlit.“

   Í aðgangseyrinum yrði m. a. innifalin fræðsla um landið, björgunarskattur, mannsæmandi hreinlætisaðstaða, löggæsla og fleira. Þeir leggja til að hreppstjóraembættin verði endurreist til aðstoðar lögreglu. Björgunarsveitirnar verði virkjaðar skipulega sem áður segir. Þær gætu hæglega unnið með hreppstjórunum. 



   Þannig  skrifa þeir félagar Hallgrímur, Bjarni Georg Einarsson og Guðmundur Ingvarsson á Þingeyrarvefnum, í Mogganum og víðar um daginn. Meira seinna.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31