Við minnum Dýrfirðinga á að koma með póstkortin frá henni Guðbjörgu í Blábankann. Í anddyrinu er kassi þar sem þeim er safnað saman, og í byrjun febrúar verða svo þrjú kort dregin úr bunkanum. Þeir heppnu fá innrömmuð verk í ramma eftir Guðbjörgu sjálfa.