A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
04.06.2015 - 06:38 | Hallgrímur Sveinsson

Vestfirskur sagnaarfur er bæði spennandi og skemmtilegur

Kristín Dahlstedt frá Dröngum í Dýrafirði
Kristín Dahlstedt frá Dröngum í Dýrafirði

   Í vestfirskum sagnaarfi er bæði spenna  og dramatík, að ekki sé nú talað um húmorinn. Fólk hugsar oft ekki út í þetta. Sumir tala um þjóðlegan fróðleik með neikvæðum teiknum og jafnvel lítilsvirðingu. Vilja frekar lesa einhverjar spennusögur sem kallaðar eru. En það er ekki síður spenna í því sem gerðist í raun og veru, eða átti að hafa gerst og stundum miklu meiri.

   Viðurkennt er að glæpa- og spennusögur eru margar góðar sem slíkar. En einhvers konar glæpasöguæði hefur haldið innreið sína hjá þjóðinni á undanförnum árum. Það er enginn maður með mönnum nema hann lesi glæpasögur í haugum. Hvort þær eiga að verða aðal lesmál þjóðarinnar er svo annað mál. Fólk velur að sjálfsögðu, en er ekki nóg að hafa þetta sem undirstöðuefni í sjónvarpinu?

 

 

Kristín Dahlsted
 

Kristín Dahlstedt frá Dröngum í Dýrafirði braust til þess að sigla til Danmerkur ung kona ásamt sex öðrum stelpum. Fengu sér far frá Þingeyri með dönskum kútter árið 1899. Þetta var náttúrlega algjör ævintýramennska, þær voru allar mállausar og peningalausar. Kristín kom að landi í Fredrikshavn á Jótlandi og naut stuðnings skipstjórans sem skildi ekki við stelpurnar sjö fyrr en þær voru allar komnar með vinnu. Kristín fékk vinnu á hóteli og í sjö ár vann hún til skiptis á hótelum og veitingastöðum. Þetta er svona dæmi um hvernig konur voru að brjótast til mennta ef svo má segja.

Vestfirska forlagið hefur endurútgefið æviminningar Kristínar eftir Hafliða Jónsson garðyrkjustjóra. Alveg ótrúlega spennandi og skemmtileg bók. Spennusaga af 1. klassa!  


Hallgrímur Sveinsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31