10.02.2010 - 19:03 | BB.is
Vestfirskt leikverk frumsýnt í mars
Æfingar á nýju vestfirsku leikverki hefjast á Þingeyri í kvöld en það verður frumsýnt í mars. Er það verkið Eikin ættar minnar sem fjallar um Ólaf Jónsson á Söndum. Hann fæddist um 1560 að Stóra Laugardal í Tálknafirði, en varð prestur á Söndum í Dýrafirði 1596 og var þar til æviloka. Þótti hann mjög merkur maður en Ólafur er eitt af fyrstu tónskáldum Íslandssögunnar og var meðal vinsælustu og virtustu skálda þjóðarinnar á sínum tíma. Leikarar eru úr leikdeild Höfrungs á Þingeyri en leikstjóri er Elfar Logi Hannesson og tónlistarstjóri er Krista Sildoja.