05.11.2012 - 13:08 | bb.is
Vestfirska forlagið gefur út 22 bækur í ár
„Hér er allt í góðum gír, þó erfitt sé að reka bóka útgáfu á hjara veraldar, en þetta er bara svo gaman,“ sagði Hallgrímur Sveinsson stofnandi Vestfirska forlagsins í Dýrafirði þegar blaðamaður spurði hann hvernig bókaútgáfan gengi. Hallgrímur hefur rekið bókaútgáfuna frá stofnun árið 1994 og á þeim tíma hefur útgáfan gefið út 300 bækur um Vestfirði og Vestfirðinga.
Að sögn Hallgríms hefur lesendahópurinn farið ört vaxandi síðustu ár og útgáfa bóka á ensku fer fjölgandi. Glæpasögurnar um Basil fursta eru áberandi hjá forlaginu og Hallgrímur mælir eindregið með því að fólk kynni sér þau hefti. Hann segir að sögupersónan Basil sé að mörgu leyti sérstök persóna sem gaman er að lesa um.
Engin regla er á hvað útgáfan gefur út margar bækur yfir árið en í ár áætlar Hallgrímur að 22 bækur komi út eru þær seldar um allt land. Venjulega hefur sala fyrir jólin verið svipuð og hún er yfir allt árið og gerir Hallgrímur ráð fyrir að staðan verði eins þessi jólin.
Að sögn Hallgríms hefur lesendahópurinn farið ört vaxandi síðustu ár og útgáfa bóka á ensku fer fjölgandi. Glæpasögurnar um Basil fursta eru áberandi hjá forlaginu og Hallgrímur mælir eindregið með því að fólk kynni sér þau hefti. Hann segir að sögupersónan Basil sé að mörgu leyti sérstök persóna sem gaman er að lesa um.
Engin regla er á hvað útgáfan gefur út margar bækur yfir árið en í ár áætlar Hallgrímur að 22 bækur komi út eru þær seldar um allt land. Venjulega hefur sala fyrir jólin verið svipuð og hún er yfir allt árið og gerir Hallgrímur ráð fyrir að staðan verði eins þessi jólin.