27.02.2013 - 09:31 | BIB
Vestfirska forlagið á bókamarkaði í Perlunni
Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda 2013 er haldinn eins og venjulega í Perlunni dagana 22. febrúar til og með 10. mars. Markaðurinn er opinn alla daga frá kl. 10:00 - 18:00 og að venju er boðið upp á mikið úrval bóka á mikið lækkuðu verði.
Vestfirska forlagið á Þingeyri tekur sem fyrr þátt í þessum vinsæla bókamarkaði.
Perluna ættu allir að þekkja og er hún eitt helst kennileiti Reykjavíkur þar sem hún trónir á toppi Öskjuhlíðar.