A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
19.05.2017 - 15:47 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Verðum að grípa til einhverra ráða vegna áníðslu

Skrúður í Dýrafirði.
Skrúður í Dýrafirði.

 Sett upp salerni og hafin gjaldtaka í garðinn Skrúð

 

„Orðin er það mikið áníðsla á garðinn að við verðum að grípa til ein­hverra ráða. Við ber­um ábyrgð á garðinum ásamt Ísa­fjarðarbæ,“ seg­ir Brynj­ólf­ur Jóns­son, formaður Fram­kvæmda­sjóðs lystig­arðsins Skrúðs á Núpi í Dýraf­irði. Stjórn sjóðsins hef­ur ákveðið að hefja þar gjald­töku í sum­ar og ger­ir Ísa­fjarðarbær sem er eig­andi garðsins ekki at­huga­semd við það.

Skrúður er meira en ald­argam­all, lít­il perla í Dýraf­irði.

Eft­ir að garður­inn var end­ur­nýjaður fyr­ir tutt­ugu árum hef­ur aðsókn að hon­um auk­ist. Síðustu árin hef­ur hann orðið reglu­leg­ur viðkomu­staður farþega skemmti­ferðaskipa. Er talið að 5-6 þúsund gest­ir af skemmti­ferðaskip­um komi þar við en minna er vitað um fjölda annarra gesta. Gesta­fjöld­inn er þó tal­inn vera að minnsta kosti 8 þúsund manns á sumri.

Ef 5.000 gest­ir greiða 300 krón­ur hver fær garður­inn um 1,5 millj­ón­ir í tekj­ur á sumri. Fram­kvæmda­sjóður Skrúðs hef­ur haft starfs­mann í þrjá mánuði á sumr­in til að halda við gróðri og um­hverfi. Rík­is­sjóður styrkti lengi starfið en fjár­fram­lög hafa farið lækk­andi og féllu al­veg niður á fjár­lög­um þessa árs.

 

Sal­erni nauðsyn­leg

Brynj­ólf­ur seg­ir að í vor verði komið upp sal­ern­isaðstöðu til bráðabirgða og haf­in inn­heimta gjalds fyr­ir aðgang að garðinum og er fjár­hæðin 300 krón­ur á mann nefnd í því sam­bandi. Ekki verður ráðinn starfsmaður til að inn­heimta gjaldið eða sett upp sjálf­virkt hlið held­ur aðeins upp­lýs­inga­skilti og gjald­töku­kass­ar. Samið verður sér­stak­lega við reglu­lega viðskipta­vini, svo sem fyr­ir­tæk­in sem aka með farþega skemmti­ferðaskipa og aðra hópa.

 

Brynj­ólf­ur seg­ir að jafn­framt sé verið að huga að skipu­lagi til að koma fyr­ir var­an­leg­um sal­ern­um. Hann seg­ir að sí­fellt meiri tími um­sjón­ar­manns garðsins fari í það að þrífa upp papp­ír og það sem hon­um fylg­ir eft­ir gesti sem gangi örna sinna í útjaðri svæðis­ins. Ekki sé hægt að draga það leng­ur að bæta aðstöðuna.


Morgunblaðið 19. maí 2017.

 

 

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31