A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
17.11.2009 - 23:30 | JÓH

Velkomin á nýjan Þingeyrarvef

Fjörðurinn fagri. Mynd: Davíð Davíðsson
Fjörðurinn fagri. Mynd: Davíð Davíðsson
Eins og þið sjáið er komin nýr Þingeyrarvefur, breyttur og bættari. Snerpa á Ísafirði hefur unnið að þessum breytingum síðustu vikur og á Sturla Stígsson, starfsmaður Snerpu, mikið hrós skilið.

 

Síðan er ennþá í vinnslu svo það er ýmislegt sem á eftir að koma inn eins og t.d. afmælisbörn dagsins. Þau verða á sínum stað. Eins á eftir að setja inn fleiri myndir sem birtast hérna efst, upplýsingar um Þingeyri og sitthvað fleira.

 

Það sem er nýtt á síðunni er t.d. atburðadagatalið hérna til hliðar. Þarna geta allir skráð atburði og ég hvet ykkur eindregið til þess. Undir „Dýrfirðingurinn" vinstra megin á síðunni verða viðtalsbrot við Dýrfirðinga heima og að heiman, og myndir af nýfæddum Dýrfirðingum heima og að heiman. Nýjustu myndirnar í albúminu birtast neðst á síðunni, en þær verða allar undir sama hatti núna (meðan við erum að færa myndirnar á milli verða þær áfram aðgengilegar á www.123.is/thingeyri). Það verður jafnframt hægt að setja athugasemdir við einstaka fréttir.

 

Það sem er á dagskránni er að setja inn upplýsingar um Þingeyri , Víkingaþorpið, Dýrafjarðardaga og allt það skemmtilega sem Dýrafjörður hefur upp á að bjóða. Ætlunin er að allir sem hugsi heim geti fundið þær upplýsingar sem þeir eru að leita eftir, hvort sem það eru heimamenn eða ferðamenn.

 

Ég vona að þið séuð jafn ánægð með nýja vefinn og ég, og bendi á að ég tek glöð á móti öllum fréttum, tilkynningum og fleiri skemmtilegheitum sem snúa að Dýrafirði eða Dýrfirðingum á thingeyri@thingeyri.is.

 

Bestu kveðjur,

Jóhanna Ósk

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31