A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
05.11.2011 - 22:37 | JÓH

Vel heppnuð frumsýning í gærkvöldi

Leikararnir eftir frumsýninguna í gærkvöldi. Mynd: Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir
Leikararnir eftir frumsýninguna í gærkvöldi. Mynd: Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir
Leikritið „Höfrungur á sviði" var frumsýnt fyrir fullu húsi í Félagsheimilinu í gærkvöldi og er óhætt að segja að áhorfendur hafi verið ánægðir með sýninguna. „Þetta var mjög vel heppnuð leiksýning, kom skemmtilega á óvart", sagði Sigmundur Þórðarson, formaður íþróttafélagsins Höfrungs. Þetta er í þriðja sinn á jafnmörgum árum sem leikdeild Höfrungs setur leikrit á svið og í ár festi íþróttafélagið kaup á ljósaborði sem var eimmitt vígt í gær. „Það er komin toppaðstaða fyrir leiksýningar og aðra viðburði í Félagsheimilinu, sem er bara frábært. Það hafa allir tekið mjög vel í þetta verkefni og margir sem hafa styrkt sýninguna. Það er það sem gerir þetta mögulegt", sagði Sigmundur. Næsta sýning verður á morgun, sunnudaginn 6. nóvember, þriðja sýning fimmtudaginn 10. nóvember og fjórða sýning miðvikudaginn 16. nóvember. Allar sýningarnar hefjast kl: 20.00 og hægt er að panta miða í s. 848-4055.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31