04.04.2012 - 01:01 | JÓH
Veistu hvað? á Veitingahorninu
Spurningakeppnin Veistu hvað?? verður haldin á Veitingahorninu á morgun, skírdag, kl. 21:00. Keppnin verður með sama sniði og fyrri ár en þetta er þriðja árið í röð sem hún er haldin. Spyrillinn að þessu sinni er hann Malli Þóris, og að vanda eru veglegir vinningar í boði. Að keppni lokinni munu svo trúbadorar spila á Veitingahorninu.
Dýrfirðingar og aðrir gestir eru hvattir til að fjölmenna og hafa gaman saman!
Dýrfirðingar og aðrir gestir eru hvattir til að fjölmenna og hafa gaman saman!