A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
28.08.2008 - 00:23 | bb.is

Varað við stormi á Vestfjörðum

Eins og sjá má á meðfylgjandi úrkomuspá Veðustofunnar verður mikil úrkoma og sterkur vindur með morgninum.
Eins og sjá má á meðfylgjandi úrkomuspá Veðustofunnar verður mikil úrkoma og sterkur vindur með morgninum.
Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun vegna storms sem gengur yfir landið vestanvert í nótt og fyrramálið. Á Vestfjörðum er búist við norðaustan 18-23 m/s og talsverðri rigningu í fyrramálið, en hægari seint á morgun. Af því tilefni vill Slysavarnafélagið Landsbjörg brýna fyrir fólki að gera ráðstafanir svo hægt sé að koma í veg fyrir tjón og óþægindi er vilja fylgja slíku veðri: „Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru ætíð tilbúnar til að aðstoða fólk sem lendir í vandræðum vegna óveðurs. Hafa þær yfir að ráða sérstökum "óveðursbúnaði" sem nýtist í slíkum aðstæðum. Þurfi fólk á aðstoð þeirra að halda má hringja í Neyðarlínuna - 112 eftir hjálp.

Þegar sterkur vindur gengur yfir skapast mesta hættan þegar lausir hlutir fjúka. Því er mikilvægt gæta þess að festa þá vel og tryggilega eða koma þeim fyrir innandyra. Við flest íbúðarhús er um að ræða hluti í garði og á svölum, svo sem garðhúsgögn, grill, hitara og trampólín. Fari þessir hlutir af stað er hætta á að þeir lendi á rúðum og brjóti þær eða skemmi bifreiðar. Fullvissið ykkur öllum gluggum og dyrum sé vel lokað. Brotni rúða skal heimilisfólk yfirgefa herbergið, loka dyrum og hringja eftir aðstoð björgunarsveita í síma Neyðarlínunnar -112.

 

Gangið úr skugga um að þakplötur séu tryggilega festar, einnig þakrennur, grindverk og annað. Húsbyggendur ættu að sýna sérstaka varkárni í þeim efnum. Tryggið að hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagnar og dráttarkerrur séu í skjóli við ríkjandi vindátt og að kyrfilega sé gengið frá þeim. Dveljið innandyra meðan veðrið geisar og fylgist með veðurfréttum og tilkynningum í fjölmiðlum. Séu varúðarráðstafanir gerðar aukast líkur á að þessi haustlægð fari yfir landið án þess að skapa teljandi vandkvæði", segir í tilkynningu.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30