A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
04.02.2016 - 22:24 | Bæjarins beska vikublað,Hringbraut,BIB

VANDI GÖMLU FLOKKANNA ER SPILLING

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

"Flokkarnir sem eiga í erfiðleikum gagnvart kjósendum um þessar mundir gjalda því fyrir aðild að eða ábyrgð á misbeitingu valdsins. Þar liggur hundurinn grafinn."

Þetta skrifar Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins í nýjasta blaði Bæjarins besta, en hann er jafnframt menntaður í stjórnmálaheimspeki. Hann greinir vanda valdaflokkanna og segir að þegar ákvarðanir eru teknar bak við luktar dyr og handvöldum aðilum færðir gróðamöguleikar á silfurfati, jafnvel af þeim sem beinna hagsmuna eiga að gæta verði útkomin ekkert annað en spilling: "Spilling er oftast afleiðing af misbeitingu valds. Spilling er líka á kostnað almennings," skrifar Kristinn, margreyndur stjórnmálamaðurinn.

Hann segir að einstakir hagsmunir virðist eiga svo sterk ítök í þessum stjórnmálaflokkum að þegar þeir eru við völd ráði hagsmunaaðilarnir mikilvægum ákvörðunum, jafnvel þótt þær gangi þvert gegn grundvallaratriðum í stefnu flokkanna. Fyrir vikið missi stjórmálaflokkarnir trúverðugleika sinn, þeim sé ekki lengur treystandi fyrir valdinu.

Og það er enginn skortur á málum undanfarin ár sem hafa varpað spillingarskugga á stjórnmálaflokkana, skrifar Kristinn: "Síðustu dæmin eru ein og sér nóg að nefna til þess að skilja gremju almennings," og hann bendir á sölu Arionbanka á hlut í Símanum og sölu Landsbankans á hlut hans í Borgun.

Hann segir óvenjulega tíma uppi í þjóðfélaginu, rífum sjö árum eftir hrun sé fjarri því komið á jafnvægi og sæmileg sátt um stóru málin. Pólitíkin beri þess merki: "Gamlir og grónir flokkar eða arftaka þeirra eiga allir í miklum vandræðum og njóta lítils fylgis en nýr flokkur eykur stöðugt fylgi sitt og nálgast nú 40% fylgi. Vissulega eru þetta enn sem komið er aðeins kannanir, en það fer ekki á milli mála að kjósendur eru afar óánægðir með núverandi og síðustu stjórnarflokka og eru að setja fram ákveðnari kröfu en áður um breytingar."

Fylgi Pírata er að mati Kristin að einhverju leyti þeim sjálfum að þakka: "En líklega er samt stærsta skýringin á fylgi þeirra , enn sem komið er, megn óánægja með „gömlu“ flokkana. Meðan þeir skynja ekki kröfur kjósenda og gera ekki trúverðugar breytingar á stefnu sinni og forystusveit munu allar líkur benda til stórfelldrar fylgissveiflu í næstu Alþingiskosningum í takt við skoðanakannanirnar."

 

Af www.hringbraut.is

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31