A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
09.06.2017 - 21:01 | Vestfirska forlagið,Jónshús í Kaupmannahöfn,Björn Ingi Bjarnason

Úthlutun fræðimannsíbúðar í Húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn

Jónshús í Kaupmannahöfn.
Jónshús í Kaupmannahöfn.

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2017 til ágústloka 2018.
Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 29 verkefnum.

Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna: 

Árni Heimir Ingólfsson,
til að vinna að rannsókn á nótnahandritinu „NKS 138 4to“ og tilraun Gísla Jónssonar Skálholtsbiskups til að smíða lúterskt helgihald á síðari hluta 16. aldar.

Bjarki Sveinbjörnsson,
til að vinna að verkefni um íslenska tónlistarmenn í Kaupmannahöfn.

Erla Erlendsdóttir,
til að vinna annars vegar verkefni um tökuorð í norrænum tungumálum og hins vegar rannsókn á dönskum og íslenskum þýðingum á kronikum, ferðasögum og bréfum sagnaritara og landafundamanna í Nýja heiminum.

Guðlaug Erna Jónsdóttir,
til að vinna verkefni um notkun SAVE aðferðarinnar við varðveislu bygginga og byggðar í Danmörku.

Guðmundur L. Hafsteinsson,
til að vinna verkefni um dönsk áhrif á timburkirkjur á Íslandi á 19. öld.

Guðrún Ása Grímsdóttir,
til að vinna að útgáfu Sturlunga sögu á vegum Hins íslenska fornritafélags.

Haukur Arnþórsson,
til að vinna rannsókn á störfum og starfsemi danska þingsins, Folketinget, og samanburði við Alþingi.

Helga Kress,
til að vinna að rannsóknum á bréfasafni Þorvalds Thoroddsen (NKS 3006 4to).

Jörgen L. Pind,
til að vinna verkefni um tíunda alþjóðaþingið í sálfræði, Kaupmannahöfn 1932.

Margrét Hallgrímsdóttir,
til þess annars vegar að taka út sýningar í Jónshúsi og hins vegar að vinna verkefni um upphaf klausturhalds á Íslandi og byggð í Viðey 1150-1300.

Ólína K. Þorvarðardóttir,
til að vinna verkefni sem ber heitið „Húslækningar og heimaráð. Saga og þróun íslenskra alþýðulækninga.“

Soffía Auður Birgisdóttir,
til að vinna annars vegar verkefni sem ber heitið „Þórbergur Þórðarson: Viðtökur á Norðurlöndum“ og hins vegar verkefni um lífshlaup Guðrúnar og Þuríðar Sveinbjarnardætra Egilssonar.

Þorvarður Árnason,
til að vinna verkefni um norðurljósarannsóknir Dana á Íslandi. 

Þórdís Edda Jóhannesdóttir,
til að vinna verkefni um þrjár miðaldasögur í 16. aldar handritinu „AM 510 4to“.

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31