A A A
11.02.2016 - 13:09 | Hallgrímur Sveinsson

Úr myndaalbúminu: - Fé grafið úr fönn

Fé grafið úr fönn.
Fé grafið úr fönn.

Þegar hörmungarnar dundu á Flateyri 26. október 1995 urðu miklir fjárskaðar hjá Hreini bónda Þórðarsyni á Auðkúlu í Arnarfirði. Missti hann yfir 40 fjár sem grófst í fönn í fárviðrinu. Hinum hluta fjástofns hans tókst að bjarga.

Myndin sýnir er Hreinn og Hallgrímur Sveinsson á Hrafnseyri eru að grafa lifandi fé úr fönn á Auðkúlu. Hundur Hreins, Tryggur, fylgist með.

Í baksýn er snjóbíllinn Bombi, kanadískur frá Bombardier verksmiðjunum, líkt og flugvélarnar sem eru væntanlegar í innanlandsflugið hjá okkur.

« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30