09.02.2016 - 23:54 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið
Úr myndaalbúminu: - Ættarmót í Svalvogum
Sumarið 2009, 19. – 21. júní, héldu afkomendur Þorvaldar Jóns Kristjánssonar og Sólborgar Matthíasdóttur frá Svalvogum ættarmót þar og á Þingeyri. Þá var þessi mynd tekin. Sýnir hún hluta af farartækjum Svalvogamanna í Hrafnholum á Kjaransbraut á Svalvogavegi undir Helgafelli. Verður myndin að teljast mjög sérstök.
Ljósm. Sigurður Magnús Harðarson. (Frá Bjargtöngum að Djúpi, Nýr flokkur 2. bindi)