Upplestur og kynning í dag frá Vestfirska forlaginu á Bókamessunni í Reykjavík
Á Bókamessunni í Ráðhúsinun í Reykjavík í dag, sunnudaginn 18. nóvember kl. 13:00, undir dagskrárliðnum Fólkið að vestan, sem verður í matsal Ráðhússins, munu höfundar lesa úr og kynna nokkrar bækur sem Vestfirska forlagið gefur út nú í ár:
Finnbogi Hermannsson:
Vestfirskar konur í blíðu og stríðu
Guðrún Ása Grímsdóttir:
Vatnsfjörður í Ísafirði
Reynir Ingibjartsson og Ólafur Engilbertsson:
Æviminningar Kristínar Dahlstedt veitingakonu
Lýður Björnsson:
Þar minnast fjöll og firðir. Ýmislegt um Gufudalshrepp hinn forna
Lárus Jóhannsson:
Andvaka. Lífshlaup og ljóð Tómasar Guðmundssonar Geirdælings hins víðförla
Þá verður Vestfirska forlagið með kynningar- og sölubás í Tjarnarsalnum í Ráðhúsinu en gríðarlegur fjöldi fólks kom þar við í gær.
Allir hjartanlega velkomnir meðan Ráðhúsrými leyfir.