A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
05.12.2014 - 13:07 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Upphaf Vestfirska forlagsins árið 1994

« 1 af 9 »

Hallgrímur Sveinsson á Þingeyri segir svo frá í nýjustu bókinni  -Frá Bjargtöngum að Djúpi-

Við hjónin bjuggum á Hrafnseyri í Arnarfirði um 40 ára skeið frá 1964-2005 og lögðum þar hönd að verki. Rákum þar sauðfjárbú á eigin vegum. Mest af þeim tíma vorum við með 250 vetrarfóðraðar kindur. Þá sáum við um vörzlu og umhirðu staðarins fyrir hönd Hrafnseyrarnefndar að verulegu leyti í sjálfboðavinnu að eigin vali. Var lögð áhersla á snyrtimennsku og gott viðmót við gesti staðarins og að þeir færu þaðan með góðri tilfinningu fyrir sögustaðnum. Kom þar margt indælis fólk við sögu, bæði í búskapnum og öðrum rekstri. Allt var það gert með ánægju og gleði að leiðarljósi. Skiluðum af okkur staðnum með frið í hjarta. Þá var ég sífellt að kynna Hrafnseyri og reyna að halda uppi nafni og sögu Jóns Sigurðssonar og það sem hann stóð fyrir. Skrifaði meðal annars og birti mörg hundruð blaða- og tímaritsgreina um forsetann, fæðingarstað hans og sögu heimasveitar hans.

Árið 1994 var svo komið, að ég ákvað að setja saman alþýðlega bók um þennan Vestfirðing. Ekki kannski síst í minningu litlu fræðsluritanna sem hann sjálfur skrifaði fyrir íslenska sjómenn og bændur. Ég ákvað að skrifa bók sem væri ekki fræðirit heldur einfaldar staðreyndir um æviferil hans. Auðvitað gekk ég í smiðju til ýmissa góðra sagnfræðinga í þessu efni. Ég minnist þess að Einar Laxness sagði við mig eitthvað á þá leið, að mér bæri skylda til þess að halda nafni Jóns á lofti sem staðarins maður. Ég er ekki frá því að þau orð hans hafi haft nokkur áhrif á mig. Þetta var upphaf Vestfirska forlagsins. Seinna komu svo margar frásagnir í ýmsum bókum þar sem fjallað var um fæðingarsveit forsetans, Auðkúluhrepp. Mundu þær fylla margar bækur ef settar væru saman.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31