A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
06.12.2015 - 08:19 | Hallgrímur Sveinsson

Upp með húmorinn í skammdeginu! - Esso en ekki Shell

Andrés Guðmundsson frá Brekku.
Andrés Guðmundsson frá Brekku.
« 1 af 2 »

Andrés Guðmundsson, bóndi á Brekku í Dýrafirði, var eftirminnilegur persónuleiki, sem kallaði ekki allt ömmu sína. Andrés var mjög liðtækur við dýralækningar í sinni sveit og hjálpaði mörgum. Hafði hann lært þau fræði á námskeiði í Reykjavík hjá Ásgeiri dýralækni á sínum tíma og hafði alltaf mikið samband við hann og fékk hjá honum lyf.

   Eitt sinn bar svo við að gildur bóndi í sveitinni fékk eitthvað í belginn. Fór hann til Andrésar og spurði hann ráða. Sá gamli var fjótur að sjá þetta út, veifaði handleggjunum og sagði: “Að því leytinu til”, og lét karl gleypa stærstu pillu af sulfa gumidin sem hann átti í lyfjaskápnum og ætlaðar voru fyrir stórgripi. Þetta var fyrir 40-50 árum og hefur viðkomandi bóndi aldrei kennt sér meins síðan, hvorki í belgnum né annarsstaðar. 
  

   Svo var það um þetta leyti að kýr veiktist hastarlega hjá Valdimar bónda að Núpi, að sagt var. Hann hringdi auðvitað í dýralækninn á Brekku í öngum sínum. Sá gamli var snöggur að skilgreina þetta og sagði að við þessu væri aðeins eitt ráð og það var að hella einum lítra af smurolíu upp í kúna og það strax.

   “En hvort á það að vera Shell eða Esso smurolía, Andrés minn?”

   “Það verður að vera Esso. Það er ekkert gagn að  hinni”, svaraði Brekkubóndinn snarlega. Það varð og kýrin var fljót að taka við sér aftur við Esso smurolíuna.

   Ekki þarf að taka fram að báðir voru þeir Andrés og Valdimar miklir kaupfélagsmenn og einlægir aðdáendur Eiríks Þorsteinssonar, kaupfélagsstjóra í K. D. sem þá var upp á sitt besta. 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31