06.12.2009 - 00:04 | BB.is
Undirbúningur við sameiningu skólastiga hefst í janúar
Vinna vegna undirbúnings sameiningar leik- og grunnskóla á Þingeyri hefst formlega í janúar. Leik- og grunnskólastjórar á Þingeyri, ásamt leik- og grunnskólafulltrúum Ísafjarðarbæjar munu leiða vinnuna. Þetta kom fram á fundi fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar. Nefndin hafði áður lagt til að stefnt skuli að sameiningu leik- og grunnskóla á Þingeyri með vorinu og að undirbúningur að því verki hefjist hið fyrsta. Í nýjum lögum er nú heimild til að samreka þessi tvö skólastig.