30.06.2008 - 00:18 | bb.is
Umferðarslys í Dýrafirði
Umferðarslys var á Vestfjarðarvegi nálægt bænum Höfða í Dýrafirði á ellefta tímanum í morgun. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði var ökumaður einn í bílnum en hann mun hafa beinbrotnað. Sjúkrabifreið kom á vettvang og fór með ökumanninn á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar. Að svo stöddu er ekki vitað um orsök slyssins en málið er í rannsókn. Að sögn lögreglu er ljóst að verr hefði getað farið, ökumaður var í bílbelti og það hefði sennilega bjargað lífi hans.