A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir
08.09.2015 - 06:50 | BIB,Grunnskóli Þingeyrar

Umboðsmaður barna kom í Þingeyrarskóla

Umboðsmaður barna í Þingeyrarskóla á dögunum. Ljósm.: Grunnskóli Þingeyrar.
Umboðsmaður barna í Þingeyrarskóla á dögunum. Ljósm.: Grunnskóli Þingeyrar.

Umboðsmaður barna, Margrét  María Sigurðardóttir, heimsótti Þingeyrarskóla að  morgni þess 31. ágúst 2015 og fór yfir hlutverk hans og kynnti sig fyrir nemendum.

 Hlutverk umboðsmanns barna: Umboðsmaður barna vinnur að því að bæta hag barna og unglinga og á að gæta þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Nemendur fengu öll - verum vinir-  spjald og bækling um réttindi barna.

 Nemendur á mið,- og elsta stigi horfðu svo á myndband um mannréttindi (myndbandið er hægt að finna á   www.youtube.com/watch?v=68tNnY7TKhw).

Fleiri upplýsingar fyrir nemendur og foreldra er að finna á vefsíðu umboðsmanns barna www.barn.is

Endilega kíkið á þetta og ræðið við foreldra/börn.

Margrét María Sigurðardóttir  er lögfræðingur frá HÍ og með kennsluréttindi frá HA. Hún tók við embætti umboðsmanns barna 1. júlí 2007 og var endurskipuð 2012.

Af heimasíðu Grunnskóla Þingeyrar: http://grthing.isafjordur.is/
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31