A A A
06.09.2015 - 21:28 | BIB,Ferðamálastofa

Um 189 þúsund ferðamenn í ágúst 2015

Fjöldi ferðamanna í ágúst á tímabilinu 2002-2015
Fjöldi ferðamanna í ágúst á tímabilinu 2002-2015

Um 189 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í ágúst síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 36 þúsund fleiri en í ágúst á síðasta ári. Aukningin nemur 23,4% milli ára og hefur hún ekki mælst svo há milli ára í ágúst frá því Ferðamálastofa hóf talningar.

Aukning hefur verið alla mánuði ársins á milli ára eða 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars, 20,9% í apríl, 36,4% í maí, 24,2% í júní og 25,0% í júlí.

72% ferðamanna í ágúst af tíu þjóðernum

Um 72% ferðamanna í ágúst síðastliðnum voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 19,2% af heildarfjölda og næstfjölmennastir voru Þjóðverjar eða 12,3% af heild. Þar á eftir fylgdu síðan Frakkar (8,5%), Bretar (8,0%), Ítalir (4,8%), Spánverjar (4,8%), Kínverjar (4,3%), Kanadamenn (3,7%), Danir (3,2%) og Svíar (3,1%).
Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Þjóðverjum, Bretum og Kínverjum mest milli ára í ágúst en 13.897 fleiri Bandaríkjamenn komu í ágúst í ár en í fyrra, 3.906 fleiri Þjóðverjar, 3.907 fleiri Bretar og 3.698 fleiri Kínverjar. Þessar fjórar þjóðir báru uppi 70,6% aukningu ferðamanna í ágúst. Nokkrum þjóðum fækkaði hins vegar í ágúst í ár frá því í fyrra. Þannig fækkaði Rússum um 51,3% og Norðmönnum um 12,2%.

Fjöldi ferðamanna í ágúst á tímabilinu 2002-2015

 

Ferðamönnum í ágúst hefur fjölgað jafnt og þétt frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkurflugvelli árið 2002. Heildarfjöldi ferðamanna í ágústmánuði hefur nærri fjórfaldast frá árinu 2002 og munar þá mestu um aukningu N-Ameríkana sem hafa meira en sjöfaldast og þeirra sem flokkast undir ,,annað“ sem hafa einnig sjöfaldast. Ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu og Bretlandi hafa nærri þrefaldast og Norðurlandabúar ríflega tvöfaldast.

 

Af www. ferdamalastofa.is




« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31