A A A
14.05.2015 - 08:05 | BIB,Morgunblađiđ

Tryggja ţrjátíu manns heilsársvinnu á Ţingeyri

Ţingeyri viđ Dýrafjörđ Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Ţingeyri viđ Dýrafjörđ Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Undirritað hefur verið samkomulag milli Byggðastofnunar, Íslensks sjávarfangs ehf. SE ehf, Bergs ehf. og heimaútgerða á Þingeyri um nýtingu á 400 þorskígildistonnum af aflamarki Byggðastofnunar auk mótframlags samningsaðila. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu til eins árs.

Íslenskt sjávarfang skuldbindur sig til að vinna úr að minnsta kosti tvö þúsund þorskígildistonnum á ári í fiskvinnslu félagsins á Þingeyri og veita a.m.k. 30 manns heilsársvinnu. Fyrirtækið festi í vetur kaup á eignum Vísis hf. á Þingeyri og hefur þegar hafið vinnslu á staðnum.

Vonir standa til að með þessu samkomulagi sé lagður grunnur að aukinni byggðafestu á Þingeyri og að stöðugleiki komist á eftir brotthvarf Vísis hf. af staðnum, segir á vef Byggðastofnunar.

Samkomulag um aflamark Byggðastofnunar er nú í gildi á eftirtöldum Níu stöðum: Bakkafirði, Breiðdalsvík, Djúpavogi, Drangsnesi, Hrísey, Raufarhöfn, Suðureyri, Tálknafirði og Þingeyri.


Morgunblaðið 14. maí 2015

« Júní »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30