A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
07.09.2009 - 11:39 | bb.is

Tónlistarkennsla hefst brátt á Þingeyri

Frá starfi TÍ á Þingeyri í vetur.
Frá starfi TÍ á Þingeyri í vetur.
Kennsla hefst innan tíðar í útibúi Tónlistarskóla Ísafjarðar á Þingeyri en nokkur óvissa hefur ríkt um tónlistarkennsluna eftir að ljóst varð að hjónin Krista og Raivo Sildoja yrðu í leyfi erlendis til áramóta. Nú hefur hinn fjölhæfi tónlistarkennari Lech Szyszko verið ráðinn til að fara vikulega á miðvikudögum til Þingeyrar og kenna þeim sem áhuga hafa fram að jólum. Boðið er upp á kennslu á gítar, píanó, blokkflautu, þverflautu og jafnvel fleiri blásturshljóðfæri. Einnig geta nemendur sótt kennslu á til Ísafjarðar ef þeir óska þess.

Í haust verður tónlistarkennslan á Þingeyri flutt um set, úr Aðalgötu 37 í Félagsheimilið á Þingeyri . Ísafjarðarbær hefur látið gera þar upp tvö herbergi baksviðs fyrir tónlistarskólann og eru þær viðgerðir langt komnar. Nemendur í 10.bekk Grunnskólans á Þingeyri ásamt fleirum fluttu eigur tónlistarskólans í félagsheimilið nú í vikunni, en það var Rakel Brynjólfsdóttir sem hafði umsjón með þeim flutningum sem og fleiru viðkomandi málefni skólans í fjarveru Sildojahjónanna.

Á miðvikudag kl. 16-18, munu Lech og Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri verða þar til viðtals og veita upplýsingar um námið og tilhögun þess. Áhugasamir eru endilega hvattir til að mæta og tryggja sér tíma og eru beðnir um að gleyma ekki stundatöflum úr öðrum skólum.

Upplýsingar um námsframboð má sjá á nýrri heimasíðu skólans www.tonis.is.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31