12.12.2013 - 15:05 | Tilkynning
Tónleikar í kvöld
Vestfirski karlakórinn Ernir heldur sína árlegu jólatónleika í Félagsheimilinu í kvöld. Í ár mun óperusöngkonan og Bolvíkingurinn Sigrún Pálmadóttir syngja einsöng með kórnum en hún hefur gert garðinn frægan erlendis og í íslensku óperunni. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og að venju er aðgangur ókeypis.