A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
08.01.2011 - 23:52 | JÓH

Þrettándanum fagnað

Þessir álfar voru mættir til að syngja og þiggja gotterí fyrir. Mynd: JÓH
Þessir álfar voru mættir til að syngja og þiggja gotterí fyrir. Mynd: JÓH
« 1 af 2 »
Um 150 manns voru samankomnir á Víkingasvæðinu fyrr í kvöld til að taka þátt í þrettándagleði á vegum björgunarsveitarinnar Dýra og íþróttafélagsins Höfrungs. Skemmtunin hófst á Brekkugötu en þaðan gekk hópurinn með blys við undirspil Harmonikkukarlanna og Lóu. Á Víkingasvæðinu var gestunum boðið upp á heitt kakó og kleinur á meðan þeir yljuðu sér við langeld og hlýddu á tónlist. Að lokum stóð Björgunarsveitin fyrir veglegri flugeldasýningu.
Sú hefð hefur skapast á Þingeyri að börn gangi grímukædd í hús á þrettándanum og syngi í skiptum fyrir sælgæti, og á því var engin undantekning í ár. Mátti sjá margs konar kynjaverur á gangi um eyrina enda veður með eindæmum gott.
Nokkrar myndir frá kvöldinu má finna hér og einnig á heimasíðu Davíðs Davíðssonar.
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31