05.01.2012 - 22:50 | Tilkynning
Þorrablót Dýrfirðinga 2012
Árlegt þorrablót Dýrfirðinga verður haldið laugardaginn 28. janúar. Bræðurnir á Núpi munu sjá um þorramatinn í ár en hlaðborðið inniheldur einnig veitingar fyrir þá sem sem kjósa síður þorramatinn. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst hálftíma síðar. Þá munu Bjarni og Stefán halda uppi fjörinu eftir borðhaldið. Gengið verður í hús í næstu viku og þátttaka skráð. Miðaverð helst óbreytt frá því í fyrra en það er eftirfarandi: 6500 kr. fyrir borðhald og ball, 5000kr. fyrir borðhald eingöngu og 2500 kr. fyrir ball eingöngu. Forsalan verður nánar auglýst síðar.
Þorrablótsnefndin.
Þorrablótsnefndin.