A A A
  • 1999 - Birkir Freyr Konráðsson

Þingeyringurinn Bríet Vagna og ísfirsk vinkona hennar Sara Emily lentu á dögunum í fyrsta sæti í Söngvakeppni Félagsmiðstöðva á norðanverðum Vestfjörðum með laginu Líttu Sérhvert Sólarlag eftir Braga Valdimar Skúlason. Þetta var í fyrsta skiptið sem þær stöllur syngja saman, en þær hafa báðar verið í tónlistarnámi um árabil, Bríet í gítar og söngnámi og Sara í píanónámi.

 

Sigurinn tryggði þeim þátttökurétt í Söngvakeppni Samfés sem fram fer í Laugardagshöll þann 23. mars næstkomandi. Við hjá Þingeyrarvefnum erum auðvitað rífandi stolt af okkar fólki og óskum þeim góðs gengis í stóru keppninni.

« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28