22.09.2012 - 07:07 | BIB
Þingeyringur á þing?
Eftir að ljóst varð að Ásbjörn Óttarsson hættir þingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn í norðvesturkjördæmi er arftaka hans leitað.
Þar eru einkum tveir nefndir. Dýrfirðingurinn Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar, er vinsæll og þykir hafa verið farsæll í starfi.
Þá vilja að Ólafur Adolfsson, lyfsali á Akranesi, fari fram. Ólafur var knattspyrnumaður í fremstu röð hjá ÍA og hefur vakið athygli fyrir baráttu gegn lyfsölukeðjunum. Hann var valinn Vestlendingur ársins 2009. Margir telja eðlileg að Skagamenn fái sinn manni í þingmannasveitina.
DV - Sandkorn.
.