„Þingeyrarflugvöllur virkar ekki sem varaflugvöllur fyrir Ísafjörð“
Aðspurður hvort Þingeyrarflugvöllur hafi átt að vera varaflugvöllur fyrir Ísafjörð segir Arnór svo ekki vera. „Ég held að fólk haldi að hann hafi átt að gera það. Alltof sjaldan er hægt að fljúga á Þingeyri þegar ófært er á Ísafjörð," segir Arnór. „Hann er góður í suðaustanátt þegar ófært er á Ísafjörð. En í suðvestan- og vestanáttum er hann óhentugur eins og hefur verið síðastliðna daga," segir Guðbjörn Charlesson, umdæmisstjóri Flugmálastjórnar á Vestfjörðum. „Mér finnst hann ekki vera nýttur nógu vel af Flugfélaginu, það er það eina sem ég get sagt," segir Guðbjörn aðspurður hvort nýta megi völlinn betur.
Þingeyrarflugvöllur var vígður af Sturlu Böðvarssyni, þáverandi samgönguráðherra, í ágúst 2006 eftir miklar endurbætur. Heildarkostnaður við framkvæmdina var 182 milljónir króna en Vegagerðin ákvað að greiða 12 milljóna króna kostnað við flutning þjóðvegarins við völlinn. Kostnaður Flugmálastjórnar var 170 milljónir króna. Þar af fóru 105 milljónir króna til verktakans sem sá um framkvæmdina, en annar kostnaður eins og ljósa- og veðurathugunarbúnaður var 35 milljónir króna. Hönnun, eftirlit og námur kostuðu 42 milljónir króna.