16.11.2018 - 15:16 |
Þemadagar í Grunnskólanum
Í tilefni dags íslenskrar tungu voru foreldrum og velunnurum Grunnskólans á Þingeyri boðið að koma að sjá afrakstur þemadaga grunnskólans. Þemað á þessu skólaári er “Heimurinn okkar-áhugaverðir staðir”, en yngsta stig vann með Ísland, mið stig með Evrópu og elsta stig Ástralíu. Opna húsið var vel sótt og góður rómur gerður að vinnu nemendanna.