A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
11.08.2016 - 21:08 | Vestfirska forlagið,skutull.is

Þeir stóru gleypa þá litlu: - Kvótinn ógnar sífellt fleiri byggðum

Þorlákshöfn. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Þorlákshöfn. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Sífellt fleiri og stærri útgeðarbæir finna fyrir slæmum afleiðingum kvótakerfisins. Nú síðast er það Þorlákshöfn sem missir 60% af kvótanum í byggðarlaginu við kaup HB Granda hf. á helsta sjávarútvegsfyrirtæki staðarins. Þetta er aðeins síðasta dæmið um samþjöppun í sjávarútvegi landsmanna, þar sem stærstu fyrirtækin verða sífellt stærtti með hjálp fjármálastofnana. „Frá 1990 til 2015 jókst hlutur 10 stærstu íslensku sjávar­útvegsfyrirtækjanna í heildarkvótanum úr 22% í 50,5%,“ skrifar Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, í grein í Fréttablaðinu 3. ágúst 2016. „Þessi þróun skýrist að hluta af tækniþróun þar sem afkastageta hverrar einingar eykst. Kvótakerfið ýtir einnig undir samþjöppun aflaheimilda. Nýleg kaup HB Granda á kvóta Þorlákshafnarfyrirtækisins Hafnarness Vers er dæmi um áhrif kvótakerfisins þar sem fjármálastofnun knýr fyrirtæki sem hefur skuldsett sig um of í fjárhagslega endurskipulagningu." Þetta er eitt af því sem kemur fram í ítarlegri umfjöllun á vefnum kvennablaðið.is um ofurvald útgerðarinnar yfir sjómönnum og heilum byggðarlögum.

Þórólfur segir ástæðu skuldsetningar og lakrar eiginfjárstöðu megi rekja til kaupa aflaheimilda (2006) og til veglegra arðgreiðslna árið 2007 (sjá Rannsóknarskýrslu Alþingis 9. bindi, bls. 67). ,,Eðlilega spyrja íbúar Þorlákshafnar sig að því í hverju yfirburðir Vestmannaeyja eða Vopnafjarðar felist þegar kemur að vali á útgerðarstað. Líklega treystir fjármálastofnunin HB Granda betur til að halda lánum í skilum en eigendum Þorlákshafnarfyrirtækisins. Nálægð Þorlákshafnar við fiskimið og afburðastaðsetning gagnvart flutningakerfum til og frá landinu dugar ekki til að vega upp á móti lélegri eiginfjárstöðu,“ segir Þórólfur.

Þórólfur bendir á að kvótakerfið hafi vissulega aukið hagræðingu í rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. „Hagræðingin á sér ýmsar hliðar: Við sölu aflaheimilda geta eigendur greitt skuldir og jafnvel komið sér upp myndarlegum eftirlaunasjóði. En öðrum hlutaðeigandi, áhafnarmeðlimum og fiskverkafólki, er í besta falli boðinn flutningsstyrkur og aðstoð við að finna leiguhúsnæði á nýjum stað. Engir eftirlaunasjóðir eða skuldauppgjör fyrir það fólk!“


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31