A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
„Þeir eru með menn á fullum launum og vinnuvélar til staðar þannig að ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að fara þarna í gegn,“ segir Ársæll Níelsson.
„Þeir eru með menn á fullum launum og vinnuvélar til staðar þannig að ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að fara þarna í gegn,“ segir Ársæll Níelsson.
„Það er fólksbílafært yfir Hrafnseyrarheiðina en það er þungfært yfir Dynjandisheiði," segir Ársæll Níelsson, leiklistarnemi, en hann var á leið frá Ísafirði til Tálknafjarðar í dag ásamt eiginkonu sinni og tengdaföður. Ársæll segir ekki vera snjóþungt á Dynjandisheiðinni, heldur liggi snjóspýjur yfir veginn. „Við vorum að giska á að það tæki starfsmenn Vegagerðarinnar um klukkutíma að renna í gegnum skaflana á snjóplógi. Mesta snjóhæðin hefur verið kringum hálfan metra," segir Ársæll. Hann segir þessa leið, sem er um 180 km, taka um tvo tíma í akstri yfir sumartímann. Ef þau hefðu hins vegar þurft að fara Strandirnar, Laxárdalsheiði, Staðarskála, Búðardal og svo Barðastrandasýsluna, hefði það verið um 700 km leið.

 

Aðspurður um afstöðu Vegagerðarinnar og að leiðin verði ekki opnuð, segir Ársæll það vera einkar fáránlegt. „Þeir eru með menn á fullum launum og vinnuvélar til staðar þannig að ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að fara þarna í gegn. Það er vinnudagur og hvað eru þeir að gera svona mikilvægt. Þetta er klukkutímaverk að fara þarna í gegn miðað við ástandið á Dynjandisheiði og ég skil ekki alveg hvar þessi aukakostnaður er. Skaflarnir eru á fjórum stöðum og þannig staðsettir að með örlítið hærri veg værum við ekki með þetta vandamál hugsa ég," segir Ársæll.

 

Hann telur þetta klárt mannréttindabrot. „Fullt af fólki þarf að fara þarna í gegn og það eru fyrirtæki sem hefðu geta nýtt sér veginn í dag, hefði hann verið opnaður. Nú eru Vestfirðir einnig orðnir eitt lögregluumdæmi og það er verið að tala um að sameina heilbrigðisstofnanir líka og ég sé ekki hvernig þetta á að ganga upp. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á svona," segir Ársæll.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31