A A A
  • 2000 - Dagur Ernir Steinarsson
  • 2000 - Birna Filippía Steinarsdóttir
02.03.2017 - 21:24 | Vegagerðin,ruv.is,Björn Ingi Bjarnason,bb.is,Vestfirska forlagið

TEIGSSKÓGUR: - VEGAGERÐIN VELUR ÓDÝRASTA KOSTINN

Veglínurnar sem eru bornar saman í matsskýrslunni
Veglínurnar sem eru bornar saman í matsskýrslunni

Vega­gerðin tel­ur að leið Þ-H um Gufu­dals­sveit sé besti kost­ur­inn við val á nýrri leið um Gufu­dals­sveit. Sú leið ligg­ur meðal ann­ars um Teigs­skóg í Þorskafirði. Í mats­skýrslu sem Vega­gerðin hef­ur nú lagt fram vegna um­hverf­is­mats kem­ur fram að vega­gerðin hafi óhjá­kvæmi­lega nei­kvæð áhrif á um­hverfið og er leið Þ-H önn­ur af tveim­ur leiðum sem hafa mest áhrif á lands­lagið. Þegar Skipu­lags­stofn­un hef­ur gefið út álit sitt á mats­skýrsl­unni sæk­ir Vega­gerðin um fram­kvæmda­leyfi til Reyk­hóla­hrepps. Stefnt hef­ur verið að því að hefjast handa í ár. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er álits Skipulagsstofnunar að vænta í síðasta lagi 27. mars 2017.

Leið Þ-H þver­ar Þorska­fjörð, fer um Teigs­skóg og þver­ar Djúpa­fjörð og Gufu­fjörð. Hún stytt­ir Vest­fjarðaveg um helm­ing, eða rúma 20 km, á þess­um kafla og ligg­ur öll um lág­lendi.

Samkvæmt matskýrslunni mun vegagerðin hafa  veruleg neikvæð áhrif á landslag og verndarsvæði.

Kostnaður við mismunandi leiðir vegur þungt við ákvörðun Vegagerðarinnar um val á vegstæði. Áætlað er að Þ-H kosti 6,4 milljarða kr. sem er 4 milljörðum minna en næstódýrasti kosturinn. Einnig hefur það áhrif á valið að gert er ráð fyrir Þ-H leiðinni í skipulagi sveitarfélagsins og áætlunum ríkisins um gerð jarðganga.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30