A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
Sverrir Hermannsson. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.
Sverrir Hermannsson. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.

Orðhagur stjórnmálagarpur úr Ögurvík

Sverrir fæddist að Svalbarði í Ögurvík í Ögurhreppi 26.2. 1930 og ólst þar upp í stórum hópi systkina til 14 ára aldurs er fjölskyldan flutti til Ísafjarðar.

Sverrir gekk í Gagnfræðaskóla Ísafjarðar þar sem Hannibal Valdimarsson var skólastjóri. Hann stundaði nám til stúdentsprófs við MA og lauk síðan prófi í viðskiptafræði við HÍ 1955.

Sverrir var fulltrúi hjá VSÍ 1955-56, skrifstofustjóri hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur 1956-60, formaður og framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra verslunarmanna 1957-72, fulltrúi hjá dagblaðinu Vísi 1960-62 og fasteignasali 1962-71. Auk þess sinnti hann útgerð með bræðrum sínum.

Sverrir var vþm. 1963-71, alþm. Austurlandskjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1971-88, forseti neðri deildar 1979-83 og alþm. Reykjavíkur fyrir Frjálslynda flokkinn 1999-2003.

Sverrir var forstjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins 1975-83, iðnaðarráðherra 1983-85, menntamálaráðherra 1985-87 og bankastjóri Landsbanka Íslands 1988-98.

Sverrir var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta 1954-55, sat í Stúdentaráði HÍ 1954-55, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1957-58 og sat í stjórn SUS 1953-57. Hann sat í stjórn útgerðarfélaganna Eldborgar hf., Ögra hf. og Vigra hf., í stjórn Kirkjusands hf. og var stjórnarformaður útgerðarfélagsins Ögurvíkur hf. 1970-88.

Sverrir sat í Rannsóknarráði ríkisins 1971-74, var fulltrúi í Norðurlandaráði 1975-83 og 1987-88 og sat í milliþinganefndum og öðrum stjórnskipuðum nefndum um ýmis málefni, sat í stjórn Sjóminjasafnsins 1979-83 og var formaður Frjálslynda flokksins 1998-2003.

Sverri var veitt gullugla MA 1986, gullstjarna Stúdentafélags Reykjavíkur og gullstjarna LÍV og VR. Bókin Skýrt og skorinort. Minningabrot Sverris Hermannssonar, skráð af Indriða G. Þorsteinssyni, kom út 1989 og bókin Sverrir – Skuldaskil. Ævisaga Sverris Hermannssonar, skráð af Pálma Jónassyni, kom út 2003.

Helstu áhugamál Sverris eru stangveiði, skotveiði, lestur góðra bóka, stjórnmál og barnabörnin.

 

Fjölskylda

Eiginkona Sverris var Greta Lind Kristjánsdóttir, f. 25.7. 1932, d. 20.11. 2009, húsfreyja. Foreldrar hennar: Kristján Tryggvason, klæðskeri og kaupmaður á Ísafirði, og Margrét Finnbjörnsdóttir.

Börn Sverris og Gretu Lindar eru Hulda Bryndís, f. 6.2. 1953, sviðsstjóri við Þjóðminjasafn Íslands, gift Guðna A. Jóhannessyni; Kristján, f. 14.10. 1956, forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, kvæntur Ernu Svölu Ragnarsdóttur; Margrét Kristjana, f. 8.9. 1958, sérfræðingur hjá Rannís, maður hennar er Pétur Sævald Hilmarsson; Ragnhildur, f. 28.8. 1960, upplýsingafulltrúi Novators, gift Hönnu Katrínu Friðriksson; Ásthildur Lind, f. 23.2. 1964, flugfreyja í Reykjavík, gift Matthíasi Sveinssyni.

Fósturdóttir Sverris og Gretu er Greta Lind, f. 18.10. 1973, verkefnastjóri við Reiknistofu bankanna.

Barnabörnin eru Gunnhildur Margrét Guðnadóttir, f. 1973; Greta Lind Kristjánsdóttir, f. 1973; Sverrir Páll Guðnason, f. 1978; Kristján Sævald Pétursson, f. 1987; Tryggvi Páll Kristjánsson, f. 1989; Matthildur Lind Matthíasardóttir, f. 1989; Edda Pétursdóttir, f. 1989; Ragnar Pétur Kristjánsson, f. 1991; Marta Bryndís Matthíasardóttir, f. 1993; Sverrir Karl Matthíasson, f. 1995; Elísabet Friðriksson, f. 2001; Margrét Friðriksson, f. 2001, og María Hrund Kristjánsdóttir, f. 2001.

Langafabörn Sverris eru Kristín, f. 1998, og Ívar, f. 2002 Gunnhildarbörn, Salka, f. 2004, Sísí, f. 2006, og Blanka, f. 2012 Sverrisdætur, og Viktor Páll, f. 2004, sonur Gretu.

Bræður Sverris: Gunnar Haraldur, f. 1922, d. 1977, skipstjóri; Þórður Guðmundur, f. 1924, d. 1985, skipstjóri; Gísli Jón, f. 1932, d. 2014, skipstjóri og frkv.stjóri Ögurvíkur; Halldór , f. 1934, frkv.stjóri á Ísafirði, og Birgir, f. 1939, skipstjóri og kaupmaður. Systur Sverris: Anna, f. 1918, d. 2002; Þuríður, f. 1921, d. 2007; Sigríður Ragna, f. 1926, d. 1999; Karítas Kristín, f. 1927, d. 1994, og Guðrún Dóra, f. 1937.

Foreldrar Sverris voru Hermann Hermannsson, f. 17.5. 1893, d. 26.11. 1981, útvegsbóndi í Ögurvík, og Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, f. 24.4. 1895, d. 20.11. 1977, húsfreyja á Svalbarði í Ögurvík.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 26. febrúar 2015

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31