A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
15.11.2012 - 04:35 | BIB

Sunnlendingur vikunnar er Dýrfirðingur

Þór Líni Sævarsson.
Þór Líni Sævarsson.
« 1 af 3 »

Fastur þáttur í Sunnlenska fréttablaðinu á Selfossi í viku hverri er Sunnlendingur vikunnar.

.
Í síðustu viku var það Dýrfirðingurinn Þór Líni Sævarsson, sjómaður og afreksmaður í akstri.

.
Svör Þórs Lína við venjubundnum spurningum blaðsins fara hér á eftir:


Landsbyggðin vanmetin

 

Nafn:  Þór Líni Sævarsson.

 

Fæddur hvar og hvenær: Á Þingeyri 19. ágúst 1988 kl. 06:30.

 

Foreldrar:  Elskuleg móðir mín er Þingeyringur og heitir Kristbjörg Bjarnadóttir. Nú ástkær faðir minn er einnig Þingeyringur og heitir Sævar og er Gunnarsson.

 

Systkini: Ég á þrjú systkini og eru þau öll mér jafn kær Róbert Aron, Dagbjört og Perla

 

Hjúskaparstaða: Ég á ekki konu.

 

Börn: Ekki enn tekist að búa til barn.

 

Heimili: Melhólar 11 (Þórsheimilið) þar sem við Klemenz Karl búum.

 

Menntun:  Ég hef séð um það að mestu leyti sjálfur.

 

Atvinna: Síkátur sjóari á dragnótarbát frá Þingeyri.

 

Áhugamál: Það eru flest þau tæki sem eru með vél og komast hratt áfram.

 

Hvar ertu í pólitík: Vinstri sinnaður, alveg klárt mál.

 

Hvað finnst þér að megi betur fara í landinu: Fólk má vera jákvæðara.

 

Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér: Keypti mér rallýbíl.

 

Uppáhaldsmatur: Það mun vera lambalæri að hætti ömmu Sullu.

 

Uppáhaldsdrykkur: Tunglskyn mun hann heita.

 

Uppáhaldsbók: Síðasta bók sem ég las heitir Davíð og fiskarnir og mér fannst hún fín.

 

Uppáhaldstónlistarmaður:  Þeir eru eiginlega tveir: Kóngurinn hann Bubbi og Vilhjálmur Vilhjálmsson.

 

Uppáhaldsbíómynd: Titanic.

 

Eitt atriði sem fólk veit almennt ekki um þig: Ég fylgist ekki með fótbolta.

 

Ertu hjátrúarfullur:  Nei, myndi ekki segja það.

 

Mesta afrek í lífinu: Bara að hafa fæðst.

 

Neyðarlegasta atvik: Þegar ég var stoppaður af gamalli konu fyrir að fleygja rusli út úr bifreið minni og hún stóð yfir mér á meðan ég týndi það upp.

 

Hvaða persónu úr mannkynssögunni værir þú helst til í að drekka kaffi með: Birgittu Haukdal.

 

Trúirðu á líf eftir dauðann: Já, já, já.

 

Lýstu þér í fimm orðum: Heiðarlegur, feiminn, stór, flottur og sterkur.

 

Hvað er ofmetið: Reykjavík.

 

En vanmetið: Landsbyggðin.

 

Hvert myndirðu ferðast með tímavél: Í Þorskastríðið.

 

Ef þú mættir vera einhver annar í einn dag: Hemmi Gunn. Hann brosir allan daginn svo það getur ekki annað en verið gaman.

 

Bestu kaup sem þú hefur gert: Rallýbíll.

 

En verstu: Þvottavél, því þá kemur þvotturinn ekki samanbrotinn heim og uppí skáp frá mömmu gömlu.

 

Lífsmottó: Gera það sem mann langar til.

 

 

Selfyssingurinn Þór Líni Sævarsson var fyrir stuttu valinn nýliði ársins í rallinu á Íslandi á lokahófi aksturíþróttamanna. 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31