A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
17.07.2017 - 07:45 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Súgfirðingar eignast verbúð • Byggð að þúsund ára gamalli fyrirmynd

Ver­búð. - Forn­minja­fé­lag Súg­anda­fjarðar hef­ur reist ver­búð í Staðar­dal í Súg­andafirði að þúsund ára gam­alli fyr­ir­mynd. Hún er öll­um opin og öll­um vel­komið að líta inn og lifa sig inn í þúsund ára sögu útræðis. Ljós­mynd/%u200BIngrid Ku­hlm­an
Ver­búð. - Forn­minja­fé­lag Súg­anda­fjarðar hef­ur reist ver­búð í Staðar­dal í Súg­andafirði að þúsund ára gam­alli fyr­ir­mynd. Hún er öll­um opin og öll­um vel­komið að líta inn og lifa sig inn í þúsund ára sögu útræðis. Ljós­mynd/%u200BIngrid Ku­hlm­an
« 1 af 4 »

„Ver­búðir voru íverustaðir sjó­manna sem reru til fiskj­ar á árum áður frá land­námi. Þetta eru stein­hlaðin hús við sjáv­ar­strönd­ina. Þess­ar minj­ar eru ein­fald­lega að hverfa í brimið með hækk­andi sjáv­ar­yf­ir­borði og land­sigi,“ seg­ir Eyþór Eðvarðsson, formaður Forn­minja­fé­lags Súg­anda­fjarðar, en fé­lagið hef­ur reist ver­búð í Staðar­dal í Súg­andafirði að þúsund ára gam­alli fyr­ir­mynd.

„Verk­efnið byrjaði með stofn­un Forn­minja­fé­lags­ins fyr­ir rúm­um þrem­ur árum. Við stofnuðum fé­lagið til þess að skoða hvað væri til af forn­minj­um í firðinum, skrá ör­nefni og sögu fornra hluta og svæða. Einnig erum við að safna göml­um ljós­mynd­um á vefsvæði,“ seg­ir Eyþór en bygg­ing ver­búðar­inn­ar hófst síðastliðið sum­ar.

„Við feng­um Valdi­mar Öss­ur­ar­son úr Kolls­vík til þess að rýna í gaml­ar ver­búðir og hann kom með til­gátu um hvernig þetta leit út. Fyr­ir­mynd­in er sótt í gamla tím­ann og því mjög ein­föld, byggð úr grjóti, torfi og viði.“

Eyþór seg­ir að marg­ar forn­minj­ar séu í Súg­andafirði og eins á öllu land­inu. „Ísland er búið að skrá um 25% af forn­minj­um sín­um, sem er mjög lítið en það vant­ar pen­ing í verk­efnið.“

 

Allt unnið í sjálf­boðavinnu

„Í næsta ná­grenni má sjá tóft­ir af ver­búðum en í Staðardaln­um var róið til fiskj­ar frá nokkr­um ver­stöðvum; Stöðinni, Árósn­um og Kera­vík­inni,“ seg­ir Eyþór og bæt­ir við að verk­efnið hafi verið unnið í góðu sam­starfi við Minja­stofn­un sem m.a. tók út svæðið áður en fram­kvæmd­ir hóf­ust til að tryggja að eng­um minj­um yrði raskað.

 

Ver­búðin hef­ur fengið nafnið Ársól eft­ir kven­fé­lag­inu sem rak rétt­ar­skál­ann sem var á sama stað og búðin er byggð á. Sá skáli var rif­inn fyr­ir ein­hverj­um tug­um ára, að sögn Eyþórs. „Við heiðruðum kven­fé­lagið með því að nefna búðina eft­ir því.“

Við hliðina á ver­búðinni er sex­ær­ing­ur sem Forn­minja­fé­lag Súg­anda­fjarðar fékk frá báta­safn­inu á Reyk­hól­um og er hann um 80 ára gam­all. „Við ætl­um einnig að setja niður aflrauna­steina en al­gengt var að sjó­menn reyndu sig í aflraun­um, og hugs­an­lega búa til hróf fyr­ir bát­inn, fisk­g­arða og trön­ur. Við ætl­um líka að skoða inni í búðinni hvað við get­um gert þar, hvernig flet­in voru og eld­un­araðstaða.

Fjöldi fé­lags­manna og annarra vel­unn­ara kom að verk­efn­inu og sýndi því mik­inn vel­vilja. Allt var unnið í sjálf­boðavinnu og það sem þurfti að kaupa var keypt með fé­lags­gjöld­um Forn­minja­fé­lags­ins. Þessi ver­búð er fyr­ir okk­ur alla Íslend­inga, þetta er okk­ar þjóðar­arf­ur. Þetta er líka svo gríðarlega fal­leg­ur staður. All­ir eru vel­komn­ir en við biðjum fólk bara að ganga vel um.“

Morgunblaðið

laugardaginn 15. júlí 2017.

 

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31