A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
30.05.2017 - 11:21 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Suðurverk byrjar eftir hvítasunnu að koma upp vinnubúðum við væntanleg Dýrafjarðargöng

Útsýnið þegar maður kemur út um gangamunnann í Dýrafirði. Ljósm.: Björn Davíðsson.
Útsýnið þegar maður kemur út um gangamunnann í Dýrafirði. Ljósm.: Björn Davíðsson.

Leggja í þetta og sjá hvernig gengur
Við förum að skoða þetta alvarlega upp úr hvítasunnunni. Við þurfum að byrja á því að koma okkur fyrir á staðnum,“ segir Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks, sem grafa mun Dýrafjarðargöng ásamt tékkneska fyrirtækinu Metrostav. Dofri segir að nú sé að- allega unnið að því að fá til landsins tæki til að vinna verkið.

Suðurverk á vinnubúðir í Mjóafirði sem notaðar voru við vegarlagningu þar. Hann segir að byrjað verði á því að flytja þær í Arnarfjörð. Þá geti menn farið að koma sér fyrir, setja upp verkstæði, sprengiefnageymslu og fleira. Sprengigengið kemur frá Metrostav en starfsmenn Suðurverks aka frá þeim grjótinu og vinna ýmis önnur störf. Dofri segir ekki farið að reyna á mönnun verksins en tekur fram að Suðurverk verði ekki með marga menn þar í vetur.

Grafið úr Arnarfirði

Fyrstu verklegu framkvæmdirnar verða að grafa frá stafninum Arnarfjarðarmegin. Dofri á ekki von á að fyrstu sprengingar verði fyrr en í ágúst.

Eitt sprengigengi verður við gangagerðina. Byrjað verður að sprengja Arnarfjarðarmegin og grafnir þaðan um 4 kílómetrar og það sem upp á vantar á 5.300 metra löng göngin verður grafið úr Dýrafirði. Við bætast 300 metra vegskálar þannig að heildarlengd ganganna verð- ur 5,6 kílómetrar. Auk þess þarf að leggja vegi beggja vegna ganganna, alls tæpa 8 kílómetra, og tvær brýr.

Þekkja ekki innyfli fjallsins

„Þetta er eins og önnur verk. Það er bara að leggja í þetta og sjá hvernig gengur,“ segir Dofri. Spurður um jarðlögin sem valdið hafa vandræðum í sumum jarðgöngum segir hann að menn viti aldrei með fullri vissu hvernig innyflin eru í fjöllunum. Starfsmennirnir verða í mikilli einangrun yfir veturinn. Hrafnseyrarheiði er ófær allan veturinn og Dynjandisheiði torfær. Einu nágrannarnir eru í Mjólkárvirkjun. „Þeir verða að birgja sig vel upp af olíu, sprengiefni, sementi og öllu sem þeir þurfa til að geta haldið áfram.“

 

 

Morgunblaðið.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31