29.06.2010 - 19:52 | bb.is
Stefnt á hestamót í Dýrafirði í júlí
Stefnt er að því að halda félagsmót Hestamannafélagsins Storms dagana 16. og 17. júlí í þeirri von að hestar verði þá í standi til að taka þátt í keppni. Ákvörðun þess efnis var tekin á aðalfundi félagsins þann 15. júní í Reiðhöllinni á Söndum en eins og flestum er kunnugt eru margir hestar landsins með hestapestina svokölluðu, sem er smitandi kvefpest og hefur einnig komið í hross hér fyrir vestan. Áhugi var þó meðal félagsmanna að stefna á mót um miðjan júlí.
Áhugasömum er bent á vef félagsins.
Áhugasömum er bent á vef félagsins.