07.01.2015 - 16:38 | BIB
Spurningakeppni átthagafélaganna 2015
18 átthagafélög hafa tilkynnt þátttöku í Spurningakeppni átthagafélaganna árið 2015.
Keppnin verður haldin í febrúar og mars 2015 og verður svo sýnd á sjónvarpsstöðinni ÍNN.
Þátttökuliðin eru þessi:
Átthagafélag Héraðsmanna
Átthagafélag Strandamanna
Átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík
Barðstrendingafélagið
Bolvíkingafélagið
Breiðfirðingafélagið
Dýrfirðingafélagið
Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra
Félag Djúpmanna
Húnvetningafélagið
Ísfirðingafélagið
Norðfirðingafélagið
Patreksfirðingafélagið
Siglfirðingafélagið
Skaftfellingafélagið
Súgfirðingafélagið
Svarfdælir og Dalvíkingar
Vopnfirðingafélagið