A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
12.02.2015 - 08:36 | BIB,bb.is

Sóknaráætlanir til fimm ára undirritaðar

Samningarnir voru undirritaðir í Ráðherrabústaðnum.
Samningarnir voru undirritaðir í Ráðherrabústaðnum.
« 1 af 5 »
Skrifað hefur verið undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir árin 2015-2019. Fyrir hönd ríkisins skrifuðu undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson og mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson en fyrir hönd landshlutana átta, formenn eða framkvæmdastjórar landshlutasamtaka. Nokkur reynsla er komin af sóknaráætlunum landshluta enda hafa þær verið við líði í þrjú ár í núverandi formi. Nú er verið að sameina í einn samning verkefnin sóknaráætlanir landshluta, vaxtarsamninga og menningarsamninga. 

Heildarupphæð samningana er ríflega 550 milljónir króna en til viðbótar mun mennta- og menningarmálaráðuneytið leggja til fjármagn til áframhaldandi reksturs menningarmiðstöðva á Austurlandi og Suðurlandi og einnig munu nokkrar sértækar fjárveitingar renna inn í sóknaráætlanir einstakra landshluta. Sóknaráætlanir fela í sér mikla nýbreytni í opinberri stjórnsýslu þar sem verið er að færa aukna ábyrgð á útdeilingu fjármagns til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Jafnframt er verið að einfalda framlög til einstakra landshluta, gera þau gegnsærri og láta þau í auknum mæli taka mið af hlutlægum mælikvörðum varðandi stöðu svæðisins. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra byggðamála, sagði í ræðu sinni að það væri vel við hæfi að undirrita samningana í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. „Það á vel við að vera í húsi sem hefur sterka tengingu við landsbyggðina. Upphaflega reist af Norðmanninum Hans Ellefsen hvalveiðiforstjóra á Sólbakka við Önundarfjörð árið 1892. Hann bauð síðar vini sínum, Hannesi Hafstein sem verið hafði sýslumaður Ísfirðinga, húsið að gjöf, að því er talið er, eða til kaups á eina krónu, aðrir segja 5 krónur

Sigurður Ingi sagði samningana vera stóran áfanga í samskiptum ríkisins við landshlutasamtökin. „Við erum að stíga mikilvæg skref í átt til einfaldara og gegnsærra kerfi. Leiðin að þessu marki hefur ekki beinlínis verið bein og breið og vissulega hafa væntingar okkar allra um aukið fjármagn í þennan farveg ekki orðið að veruleika en við megum samt ekki missa sjónar á því hvaða árangur hefur náðst með samningunum.“ 

Samningarnir eru til fimm ára sem er lengri tími en áður hefur þekkst. „ Með því að gera samning um föst fjárframlög til fimm ára skapast rými til áætlunargerðar og eftirfylgni af öðrum og markvissari toga en áður hefur þekkst,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.



F.v.: Illugi Gunnarsson, Friðbjörg Matthíasdóttir, formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga og Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu í Reykjavík.
Myndir er tekin 10. júní 1996 - á 140 ára afmælisdegi Hans Ellefsen hvalfangara á Sólbakka.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31