A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
21.07.2015 - 07:30 | Hallgrímur Sveinsson

Snögg kurteisisheimsókn til Suðureyrar í Súgandafirði

Þessi flottu kynningarskilti er það fyrsta sem mætir manni við smábátahöfnina þegar komið er til Suðureyrar. Þeir vita alveg hvað þeir eru að gera hjá Fisherman. Ljósm H. S.
Þessi flottu kynningarskilti er það fyrsta sem mætir manni við smábátahöfnina þegar komið er til Suðureyrar. Þeir vita alveg hvað þeir eru að gera hjá Fisherman. Ljósm H. S.
« 1 af 4 »
  1. þáttur

Í dag fórum við í snöggt sumarfrí til Suðureyrar í Súgandafirði. Er það svolítið í stíl við það þegar Erlendur í Unuhúsi og verkamenn við höfnina í Reykjavík og fleiri fóru í 2-3 daga sumarfrí til Hafnarfjarðar í gamla daga.

   Það er virkilega gaman  að koma niður í Súgandafjörð. Túnin hjá frúnni í Botni eru að vísu enn bara með grænum lit. Spretta ekki mikil að sjá 20. júlí. Vonandi stendur það þó til bóta. Það er allt seint á ferðinni hér vestra núna. Við ökum til Suðureyrar í þessari fínu rigningu. Það sem fyrst birtist manni og er áberandi í plássinu er þjónustufyrirtækið Fisherman.  Það hefur greinilega mikið undir: Sjóstangaveiði, matsofa, kaffihús, gisting og allt hvað heiti hefur. Við fengum okkur kaffi og með því á kaffistofunni hjá Fiskimanninum sem ber það skemmtilega nafn Kaupfélag Súgfirðinga, enda staðsett í gamla kaupfélagshúsinu. Það var þetta fína heimiliskaffi og lagleg gulrótartertusneið með. Ákaflega „tasty“ eins og þær segja sumar. Verð 1,285, kr. Mjög sanngjarnt.

Áfram Fisherman!

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31