Snögg kurteisisheimsókn til Suðureyrar í Súgandafirði
- þáttur
Í dag fórum við í snöggt sumarfrí til Suðureyrar í Súgandafirði. Er það svolítið í stíl við það þegar Erlendur í Unuhúsi og verkamenn við höfnina í Reykjavík og fleiri fóru í 2-3 daga sumarfrí til Hafnarfjarðar í gamla daga.
Það er virkilega gaman að koma niður í Súgandafjörð. Túnin hjá frúnni í Botni eru að vísu enn bara með grænum lit. Spretta ekki mikil að sjá 20. júlí. Vonandi stendur það þó til bóta. Það er allt seint á ferðinni hér vestra núna. Við ökum til Suðureyrar í þessari fínu rigningu. Það sem fyrst birtist manni og er áberandi í plássinu er þjónustufyrirtækið Fisherman. Það hefur greinilega mikið undir: Sjóstangaveiði, matsofa, kaffihús, gisting og allt hvað heiti hefur. Við fengum okkur kaffi og með því á kaffistofunni hjá Fiskimanninum sem ber það skemmtilega nafn Kaupfélag Súgfirðinga, enda staðsett í gamla kaupfélagshúsinu. Það var þetta fína heimiliskaffi og lagleg gulrótartertusneið með. Ákaflega „tasty“ eins og þær segja sumar. Verð 1,285, kr. Mjög sanngjarnt.
Áfram Fisherman!
Hallgrímur Sveinsson.