A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
20.05.2015 - 06:52 | Björn Ingi Bjarnason

Sléttanesið ÍS 808 á leið til Rússlands (Hrafn GK111)

Hrafn GK 111  Ljósm.: Bergþór Gunnlaugsson.
Hrafn GK 111 Ljósm.: Bergþór Gunnlaugsson.
« 1 af 5 »

Frystitogarinn Hrafn GK 111, sem undanfarna mánuði hefur legið við bryggjuí Grindavík og beðið örlaga sinna hefur fengið nýja eigendur og nýtt nafn í Rússlandi.

Togarinn lauk störfum sínum fyrir Þorbjörn eftir að togarinn Hrafn Sveinbjarnarson kom úr stækkun frá Póllandi og í kjölfarið voru gerðar umtalsverðar breytingar á togaraútgerð Þorbjarnar.

Nýir eigendur hafa tekið við skipinu eftir reynslusiglingu á dögunum og mun Hrafn sigla áleiðis til Vladivostok á morgun -21. maí 2015-

Hrafn GK hefur fengið nafnið F/T NERA. Siglingin er um 12.000 sjómílur og mun væntanlega taka um 50 daga. Leiðin liggur suður fyrir og um Gíbraltarsund inn í Miðjarðarhafið. Farið verður um Suez skurðinn og framhjá sjóræningjaslóðum í Adenflóa.

 

Eins og flestir Dýrfirðingar vita var skip þetta upphaflega Sléttanes ÍS 808 og smíðað í Slippstöðinni á Akureyri árið 1983 fyrir Fáfni hf. á Þingeyri sem var útgerðarfélag Kaupfélags Dýrfirðinga. Skipið var lengt árið 1993 og breytt í frystiskip.

 

Björn Ingi Bjarnason.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31